Hunter Biden ákærður fyrir skattsvik

Hunter Biden í júní síðastliðnum.
Hunter Biden í júní síðastliðnum. AFP/Stefani Reynolds

Hun­ter Biden hef­ur verið ákærður fyr­ir skattsvik. Þetta er í annað sinn sem son­ur Joes Bidens Banda­ríkja­for­seta er ákærður af sér­stakri nefnd sem rann­sak­ar mál­efni sem tengj­ast hon­um.

Fram kem­ur í skýrslu nefnd­ar­inn­ar að Hun­ter Biden hafi á fjög­urra ára tíma­bili láðst að greiða að minnsta kosti 1,4 millj­ón­ir doll­ara, eða tæp­ar 200 millj­ón­ir króna, í skatta sem hann skuldaði fyr­ir árin 2016 til 2019.

Biden var ákærður í níu liðum fyr­ir hin ýmsu skatta­laga­brot.

Joe Biden ásamt Hunter Biden í febrúar síðastliðnum.
Joe Biden ásamt Hun­ter Biden í fe­brú­ar síðastliðnum. AFP/​Andrew Ca­ballero-Reynolds

Þessi nýj­ustu tíðindi eru slæm fyr­ir Joe Biden, sem hygg­ur á end­ur­kjör, auk þess sem re­públi­kan­ar vilja kæra hann fyr­ir embætt­is­glöp. Þeir telja að hann hafi hagn­ast á viðskipt­um son­ar síns er­lend­is.

Biden yngri var síðast sakaður um að hafa logið til um eit­ur­lyfja­notk­un sína þegar hann fyllti út eyðublöð áður en hann keypti sér byssu.

Svo gæti farið að Hun­ter Biden fari tví­veg­is fyr­ir rétt á næsta ári á sama tíma og faðir hans etur að öll­um lík­ind­um kappi við Don­ald Trump, fyrr­ver­andi for­seta, í for­seta­kosn­ing­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert