Shane McGowan borinn til grafar

Shane MacGowan, söngvari The Pogues, var 65 ára þegar hann …
Shane MacGowan, söngvari The Pogues, var 65 ára þegar hann lést. AFP

​Útför Shane McGowan, söngvara The Pogues fór fram í dag í bænum Nenagh vestur af Dublin á Írlandi. Michael D. Higgins, forseti Íra, og Gerry Adams, fv. leiðtogi Sinn Fein voru viðstaddir útförina auk margra frægra tónlistarmanna eins og  Bono, Nick Cave auk leikarans Johnny Depp.

Nick Cave söng sína útgáfu af einu frægasta lagi The Pogues, A Rainy Night in Soho, og dansað var í kirkjunni við lag sveitarinnar Fairytale of New York. Fjöldi aðdáenda sungu á götum úti í Dublin í minningu McGowan sem var aðeins 65 ára þegar hann lést.

Hér fyrir neðan syngur Nick Cave í útförinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert