Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi gegn tillögu um tafarlaust vopnahléi á Gasa á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi.
Atonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðaði til neyðarfundar í öryggisráðinu og virkjaði 99. grein stofnsáttmála SÞ um að krefja öryggisráðið um viðbrögð við átökunum á Gasasvæðinu. Þetta er aðeins í annað skiptið sem gripið hefur verið til greinarinnar.
Þrettán af fimmtán fulltrúum studdu tillöguna. Eins og áður sagði beittu Bandaríkjamenn neitunarvaldi og Bretar sátu hjá. Fimm ríki hafa fast sæti í ráðinu auk neitunarvalds, það eru Bandaríkin, Bretland, Rússland, Frakkland og Kína. Tillagan var sett fram af Sameinuðu arabísku furstadæmunum með stuðningi 97 annarra þjóða.
Sendinefnd Bandaríkjanna sagði að lausnin myndi leiða til þess að hryðjuverkasamtökin Hamas gætu „endurtekið það sem þeir gerðu 7.október“.
Robert Wood, sem situr í sendinefnd Bandaríkjanna, sagði að lausnin væri „fjarri raunveruleikanum“ og að hún hefði ekki breytt ástandinu á Gasa.
Ísraelsmenn hrósuðu Bandaríkjamönnum fyrir að sitja hjá. Eli Cohen, utanríkisráðherra Ísrael, sagði að vopnahlé hefði komið í veg fyrir eyðingu Hamas sem hefði framið glæpi gegn mannkyninu.
Hryðjuverkasamtökin Hamas og palestínsk stjórnvöld fordæmdu ákvörðun Bandaríkjamanna. Þau sögðu að ákvörðunin væri „bein þáttaka í þjóðarmorði“.
Árásir Ísraelsmanna á Gasa héldu áfram í dag. Talið er að um 17.500 hafi látist á svæðinu frá því að stríðið hófst 7. október.
Íranar vöruðu við „óviðráðanlegri spengingu“ í ástandinu í Mið-Austurlöndum í kjölfar fundarins.
Hossein Amir-Abdollahian, utanríkisráðherra Írans, kallaði einnig eftir því að Rafha-landamærin við Egyptaland yrðu opnuð tafarlaust til þess að hægt væri að senda mannúðaraðstoð til Gasa.
Amir-Abdollahian hrósaði Guterres fyrir að virkja heimild 99. greinar stofnsáttmála stofnunarinnar.