Katarski fjölmiðilinn Al Jazeera birti myndskeið af atvikinu þegar rauðu glimmeri var kastað yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra á föstudag.
Fjölmiðilinn birti myndskeiðið á arabísku Instagram-síðu sinni í gær. Nærri 15 þúsund manns hafa líkað við færsluna.
Bjarni birti færslu í gær á Facebook þar sem hann tjáði sig um atvikið. Hann sagðist ekki hafa viljað tjá sig við fjölmiðla um atvikið til þess að vekja ekki frekari athygli á því. Þá gagnrýndi hann umfjöllun Rúv um málið og að það hafi verið gerð sérstök Tok-frétt um málið sem dóttir hans síðan sá.
„Við TikTok-fréttina eru athugasemdir skrifaðar af fjölmörgum. Ein þeirra er þessi: „...henda sýru en ekki glimmeri á BB næst takk...“. Það mátti gera ráð fyrir að barnið spyrði hvað átt sé við en maður fer að velta fyrir sér, þegar maður les svonalagað á vef sem Ríkisútvarpið heldur úti, hvenær ástæða er til að staldra við,“ sagði í færslu Bjarna.