Erum í kapphlaupi við tímann

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. AFP

Unnið er í kapphlaupi við tímann að ná samkomulagi á COP28 loftlagsráðstefnunni í Dúbaí um að minnka notkun á jarðefnaeldsneyti.

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallaði í dag eftir hámarks metnaði og hámarks sveigjanleika til að ná samkomulagi og samstöðu á meðal næstum 200 ríkja í heiminum um að draga úr notkun á jarðefnaeldsneyti.

Við erum í kapphlaupi við tímann og það er kominn tími til að leggja ofurkapp á að semja í góðri trú,“ segir Guterres.

Sádi-Arabía, stærsti olíuútflytjandi heims, hefur hvatt aðildarríki sína til að greiða atkvæði gegn því að notkun á jarðefnaeldsneyti verði hætt í áföngum.

Guterres bauð upp á leið til málamiðlana og sagði að ákallið um aðgerðir þýði ekki að öll lönd verði að hætta jarðefnaeldsneyti í áföngum á sama tíma. Hann hvatti samningamenn til að leggja áherslu og að takast á við undirrót loftlagskreppunnar sem væri framleiðsla og notkun jarðefnaeldsneytis.

Án þess að nefna nein lönd á nafn kallaði Simon Stiell, yfirmaður loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna, á alla aðila til að fjarlægja „óþarfa taktíska hindrun“ sem getur komið í veg fyrir að samningur náist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert