Ísraelar gera árásir á Líbanon og Sýrland

Ísraelski herinn segist hafa ráðist að hóp hryðjuverkamanna í Líbanon …
Ísraelski herinn segist hafa ráðist að hóp hryðjuverkamanna í Líbanon í gær og hafa komist fyrir grunsamlegt skotmark úr lofti yfir Líbanon. AFP

Ísraelski herinn segist hafa ráðist að hóp hryðjuverkamanna í Líbanon í gær og hafa komist fyrir grunsamlegt skotmark úr lofti yfir Líbanon.

Í færslu á X (Twitter) segir herinn hafa komist á snoðir um hvaðan fjölda loftskeyta væri skotið frá Líbanon yfir til Ísrael. Herinn gerði árásir á skotstaðinn á móti.

Þá greindi sýrlenska fréttastofan SANA frá því að Ísraelar hafi gert loftárásir nærri höfuðborginni Damaskus seint í gær.

Forsætisráðherra Qatar, sem hefur verið mikilvægur í friðarumleitunum, segir að glugginn fyrir annað vopnahlé sé sífellt að þrengjast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert