Selenskí fundar með Biden og Johnson

Fundað verður á morgun, þriðjudag.
Fundað verður á morgun, þriðjudag. Samsett mynd

Joe Biden Bandaríkjaforseti mun taka á móti Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seta í Hvíta húsinu á þriðjudag. Munu forsetarnir tveir funda um brýnar þarfir Úkraínu og mikilvægi áframhaldandi stuðnings Bandaríkjanna.

Einnig mun Selenskí funda með Repúblikananum Mike Johnson, sem er nýr forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.

Muni hafa alvarlegar afleiðingar

Á fimmtudag greiddu Re­públi­kan­ar í öld­unga­deild Banda­ríkjaþings at­kvæði gegn beiðni Hvíta húss­ins um 106 millj­arða dala neyðarpakka sem var aðallega ætlaður Úkraínu og Ísra­el.

Íhalds­menn­irn­ir voru ósátt­ir við að ekki fylgdu með í pakk­an­um um­bæt­ur í inn­flytj­enda­mál­um.

Yf­ir­maður fjár­lagaskrif­stofu Hvíta húss­ins hefur varað við því að ef ekki verði samið um fjár­magn til Úkraínu fyr­ir árs­lok muni það hafa al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir Úkraínumenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert