Slösuðust alvarlega á byggingarsvæði

Horft frá Tornparken í Sundbygberg, sem er smæsta sveitarfélag Svíþjóðar, …
Horft frá Tornparken í Sundbygberg, sem er smæsta sveitarfélag Svíþjóðar, en þar varð slysið í morgun. Ljósmynd/Wikipedia.org/Bysmon

Nokkrir starfsmenn á nýbyggingarsvæði í Sundbyberg, skammt frá sænsku höfuðborginni Stokkhólmi, eru alvarlega slasaðir eftir að vinnulyfta þar á svæðinu féll 20 metra um tíuleytið í morgun að sænskum tíma.

Lögregla og sjúkraflutningamenn komu fljótt á vettvang og höfðu þar mikinn viðbúnað en björgunarþjónustan Räddningstjänsten vill ekki tjá sig um orsök slyssins.

Mikill viðbúnaður

„Hér er mikill viðbúnaður, fjöldi lögreglubifreiða, slökkvilið og ég sá eina sjúkrabifreið yfirgefa svæðið í forgangsakstri,“ sagði Tim Waage, fréttamaður sænska ríkisútvarpsins, sem var á vettvangi í morgun.

Að sögn Anders Bryngelsson, upplýsingafulltrúa lögreglunnar, leikur enginn grunur á að saknæm háttsemi hafi valdið slysinu.

SVT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka