Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun eiga tvíhliðafund með Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, í Ósló í dag.
Fyrst tekur forsætisráðherra þátt í leiðtogafundi Norðurlandanna með Selenskí en gestgjafi fundarins er Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs.
Aðrir þátttakendur eru Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Sauli Niinistö, forseti Finnlands, og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands.
Á fundinum verður samstarf Norðurlanda í öryggis- og varnarmálum rætt sem og áframhaldandi stuðningur Norðurlandanna við Úkraínu. Um er að ræða annan leiðtogafund Norðurlandanna og Úkraínu á árinu en fyrri fundurinn var haldinn í Helsinki í maí.
Blaðamannafundur leiðtoganna verður í beinu streymi hér á mbl.is klukkan 12.15.