Samþykkja rannsókn á Bandaríkjaforseta

Bandaríkjaforseti hefur vísað ásökunum á bug.
Bandaríkjaforseti hefur vísað ásökunum á bug. AFP/Jim Watson

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag að hefja formlega rannsókn á Joe Biden Bandaríkjaforseta vegna vafasamra viðskipta sonar hans, Hunter Biden, á erlendri grundu.

Hunter Biden var á dögunum ákærður í annað sinn á þessu ári fyrir stófelld skattsvik. Telja margir repúblikanar að Joe Biden hafi einnig hagnast á viðskiptum sonar síns ólöglega.

Þá er Hunter m.a. grunaður um að hafa aflað fjár með því að heita stuðningi og áhrifavaldi föður síns í varaforsetatíð hans.

Repúblikanar eru með meirihluta sæta í fulltrúadeildinni og greiddu fulltrúar þeirra atkvæði með rannsókninni. Fulltrúar demókrata greiddu atkvæði gegn rannsókninni. Var tillagan samþykkt með 221 einu atkvæði gegn 212.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2023/12/08/hunter_biden_akaerdur_fyrir_skattsvik/

Vísar ásökunum á bug

Í yfirlýsingu sem Biden gaf út í kjölfar atkvæðagreiðslu fulltrúadeildarinnar vísar hann ásökunum á bug. 

„Í stað þess að vinna þau mikilvægu verkefni sem þarf að sinna kjósa þeir [repúblikanar] að sóa tíma sínum í þetta innihaldslausa pólitískabragð sem jafnvel repúblikanar á þingi hafa viðurkennt að byggi ekki á staðreyndum,“ segir í yfirlýsingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka