Umfangsmikil lögregluaðgerð í Danmörku

Mette Frederiksen ræðir við blaðamenn í Brussel í morgun.
Mette Frederiksen ræðir við blaðamenn í Brussel í morgun. AFP

Lögregla í Danmörku var með aðgerðir á nokkrum stöðum í landinu, þar á meðal í Árósum og Óðinsvéum. og segir að aðgerðirnar hafi beinst gegn hugsanlegri hryðjuverkastarfsemi.

Í tilkynningu frá lögreglunni í Kaupmannahöfn segir að grunur leiki á um að hryðjuverkaárás hafi verið í undirbúningi.  Kaupmannahafnarlögreglan og öryggislögreglan, PET, hafa boðað til blaðamannafundar innan stundar.  Fram kemur í tilkynningunni að nokkrir hafi verið handteknir í tengslum við málið. 

Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur, sem er stödd í Brussel í tengslum við leiðtogafund Evrópusambandsins, tjáði sig um málið í morgun, og sagði að það væri mjög alvarlegt.

„Það eru einhverjir, sem búa í Danmörku, sem vilja skaða okkur, og eru andvígir lýðræði okkar, frelsi og í raun danska samfélaginu og því sem í því felst, frelsi og jafnrétti kynjanna,“ sagði Fredriksen. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert