Yfir 600.000 rússneskir hermenn í Úkraínu

Pútín fór yfir stöðu mála í Rússlandi.
Pútín fór yfir stöðu mála í Rússlandi. AFP

Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að yfir 600.000 rússneskir hermenn séu nú staðsettir í Úkraínu. Til samanburðar þá eru íbúar á Íslandi 398.000 talsins samkvæmt Þjóðskrá. 

Forsetinn greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag, en í febrúar verða liðin tvö ár frá því Rússar réðust inn í Úkraínu og stríðsátökin hófust.

„Víglínan er yfir 2.000 kílómetra löng. Það eru 617.000 manns á átakasvæðunum,“ sagði Pútín á blaðamannafund þar sem farið var yfir málefni ársins, en þetta er í fyrsta sinn sem hann heldur slíkan blaðamannafund frá því innrásin hófst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka