Giuliani greiðir tæpar 150 milljónir dala

Rudy Giuliani er fyrr­ver­andi lögmanni Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta.
Rudy Giuliani er fyrr­ver­andi lögmanni Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. AFP

Rudy Giuliani, fyrr­ver­andi lögmaður Don­alds Trumps, þarf að greiða starfs­mönnum á kjörstað í Georgíu­ríki um 148 milljónir bandaríkjadala fyrir að hafa rýrt mannorð þeirra eftir forsetakosningarnar árið 2020. Upphæðin nemur 20 milljörðum króna.

Al­rík­is­dóm­ari komst að þeirri niður­stöðu í ágúst að Giuli­ani hefði rýrt mann­orð starfs­mannanna þegar hann sakaði þá um að hafa talið rangt upp úr kjör­köss­un­um. Starfs­menn­irn­ir tveir unnu á kjörstað í Atlanta í for­seta­kosn­ing­un­um árið 2020.

Átta manna kviðdómur í Washington í Bandaríkjunum var skipaður til þess að ákveða þá upphæð sem Giuliani yrði að greiða í bætur vegna ærumeiðinganna.

Rudy Giuliani var dæmdur sekur.
Rudy Giuliani var dæmdur sekur. AFP/Lögreglustjórinn í Fulton-sýslu

Líkti þeim við eit­ur­lyfja­sala

Mála­rekst­ur­inn teng­ist þeirri at­b­urðarás sem fór af stað í kjöl­far for­seta­kosn­ing­anna í Banda­ríkj­un­um 2020 þegar Biden hafði bet­ur en Trump.

Trump og stuðnings­menn hans, þar á meðal Giuli­ani, héldu því fram í fjöl­miðlum að rang­lega hefði verið talið upp úr kjör­köss­um og að niðurstaðan hefði í raun ekki verið sú að Biden hefði unnið.

Nafn­greindi Giuli­ani starfs­menn­ina tvo, Ruby Freeman og Shaye Moss, sem eru svart­ar kon­ur, og líkti þeim við eit­ur­lyfja­sala. Kallaði hann einnig eft­ir því að leitað yrði á heim­ili þeirra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert