Ísraelskir hermenn drápu í dag þrjá gísla sem voru í haldi Hamas-hryðjuverkasamtakanna.
Í yfirlýsingu Ísraelshers segir að um mistök hafi verið að ræða og að hermennirnir hafi staðið í þeirri trú að gíslarnir væru „ógn“.
„Við bardaga í Shejaiya taldi ísraelski herinn fyrir mistök að þrír ísraelskir gíslar væru ógn. Fyrir vikið skutu hermennirnir í átt að þeim og voru þeir drepnir,“ segir í yfirlýsingunni.
Kemur einnig fram að herinn sjái eftir þessu dapurlega atviki.
Tveir gíslar voru nafngreindir, hétu þeir Yotam Haim og Samer El-Talalqa. Báðir voru teknir í gíslingu þann 7. október.
Herinn hefur ekki birt nafn þriðja einstaklingsins að ósk aðstandenda.