Þekkt glæpagengi tengist hryðjuverkamáli

Glæpagengið Loyal to Familia virðist tengjast ætluðum hryðjuverkaárásum í Danmörku.
Glæpagengið Loyal to Familia virðist tengjast ætluðum hryðjuverkaárásum í Danmörku. Af YouTube

Samkvæmt heimildum danska ríkisútvarpsins, DR, eru tveir þeirra sem eru í haldi vegna hryðjuverkamálsins í Danmörku meðlimir í glæpagenginu Loyal to Familia.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slík tengsl eru á milli glæpagengja og hryðjuverkasatarfsemi í Danmörku. Þegar ráðist var á Krudttønden, bænahús gyðinga, árið 2015, var einn hryðjuverkamannanna tengdur öðrum glæpahópum.

Einn lést í þeirri árás, og skotvopnið sem notað var í árásinni hafði verið stolið af glæpasamtökunum. Verið var að ferma (Bat Mitzva) í bænahúsinu þegar árásin var gerð.

Ekki búið að handsama alla

Danska öryggislögreglan, PET, lét ekki hafa mikið eftir sér í gær um umfangsmiklar aðgerðir sínar til að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir. Vitað er að sex eru nú í haldi vegna aðgerðanna. Enn er ekki búið að handsama alla grunaða.

Athygli vakti þó að öryggislögreglan hefði komist á snoðir um tengingar við hin útlægu glæpasamtök Loyal To Familia, við rannsókn málsins.

Annað dæmi um slík tengsl er frá 2017. Þá var 26 ára karlmaður dæmdur fyrir að ganga til liðs við sveitir Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Sagði hann sjálfur svo frá að hann hefði gerst þreyttur á glæpalíferninu í Loyal To Familia, og hefði leitað á önnur mið.

DR hefur heimildir fyrir því að margir félagsmenn Loyal To Familia hafi gengið til liðs við róttækan hóp íslamista, sem nefnist Hizb ut-Tahrir.

Eitruð blanda

Vitað er að fólk í glæpagengjum geta orðið þátttakendur í hryðjuverkum. Í fyrsta lagi geta þau útvegað vopn eða liðsinnt með öðrum hætti við framkvæmt hryðjuverka. Eins er vitað að margir hryðjuverkamenn eiga sér fortíð í glæpagengjum.

Sérfræðingur DR segir það gera fólk úr glæpagengjum sérstaklega hættulegt vera það að það er tilbúið að beita ofbeldi og á auðvelt með að komast yfir vopn. Ef svo viðkomandi verður svo róttækur í hugsun geti orðið til eitruð blanda.

Danskar leyniþjónustur hafa einmitt einbeitt sér að þessum tengslum milli glæpagengja og róttækra hópa í um áratug.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert