Depardieu sviptur öðru heiðursmerki

Depardieu hefur notið velgengni á sviði leiklistar.
Depardieu hefur notið velgengni á sviði leiklistar. Loic Venance

Franski leikarinn Gerard Depardieu var í dag sviptur heiðursmerki belgíska héraðsins Estaimpuis. Depardieu bjó þar árið 2013 og hlaut heiðursmerkið sama ár.

Var þetta ákveðið í kjölfar ummæla Rimu Abdul Malak, menningarmálaráðherra Frakklands, sem lýsti því nýverið yfir að stjórnvöld skoði nú að svipta leikarann æðstu orðu Frakklands. 

Depardieu er 74 ára og var ákærður fyrir nauðgun árið 2020 en hann hefur alls þrettán sinnum verið sakaður um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. Í september bættist við enn ein kæran á hendur Depardieu sem neitar sök. 

Hafði uppi kynferðisleg ummæli 

Dep­ar­dieu hef­ur sætt mik­illi gagn­rýni eft­ir að sjón­varps­stöðin France 2 sýndi frá ferð leik­ar­ans árið 2018 til Norður Kór­eu. Þar lét hann út úr sér kyn­ferðis­leg um­mæli við kven­kyns túlk og sagði kyn­ferðis­lega hluti um smá­stelpu á hesti.

Ger­ard Dep­ar­dieu er tal­inn til stærstu nafna franskr­ar leik­list­ar, nefnd­ur í sömu andrá og Alain Delon og Brigitte Bar­dot. Hann hef­ur leikið í ríf­lega 200 kvik­mynd­um en af­rek hans falla nú í skugga fjölda hneykslis­mála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert