Mótmæli aukast eftir dauða þriggja gísla

Frá mótmælum í Tel Avív í gær.
Frá mótmælum í Tel Avív í gær. AFP/Ahmad Gharabli

Fjöldi íbúa í Ísrael hefur safnast saman á torgi í Tel Avív í kjölfar dauða þriggja ísraelskra gísla, en þeir voru skotnir til bana af ísraelska hernum í gær.

Mótmæli hafa færst í aukana þar sem kallað er eftir því að ísraelsk stjórnvöld geri meira til að frelsa gísla.

Torgið er orðið tákn fyrir fjölskyldur ísraelskra gísla, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Yfir hundrað manns eru enn í haldi Hamas-hryðjuverkasamtakanna.

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur vottað fjölskyldum mannanna þriggja samúð sína. Líkt og fram hefur komið taldi Ísraelsher fyrir mistök að gíslarnir væru ógn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert