Fjöldi íbúa í Ísrael hefur safnast saman á torgi í Tel Avív í kjölfar dauða þriggja ísraelskra gísla, en þeir voru skotnir til bana af ísraelska hernum í gær.
Mótmæli hafa færst í aukana þar sem kallað er eftir því að ísraelsk stjórnvöld geri meira til að frelsa gísla.
Torgið er orðið tákn fyrir fjölskyldur ísraelskra gísla, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Yfir hundrað manns eru enn í haldi Hamas-hryðjuverkasamtakanna.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur vottað fjölskyldum mannanna þriggja samúð sína. Líkt og fram hefur komið taldi Ísraelsher fyrir mistök að gíslarnir væru ógn.