„Miklu, miklu stærra gos“

Ljósmynd/Veðurstofa Íslands

„Þetta er náttúrulega miklu, miklu stærra en gosin í Fagradalsfjalli. Eins og vitað var að yrði,“ segir Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is. 

Hann segir eldvirknina nú vera í rekbeltinu sjálfu og að þar megi búast við kraftmeiri eldgosum en áður hafa sést á Reykjanesskaga. 

„Við erum ekki lengur á svona klikkuðum stað eins og Fagradalsfjalli. Það var alveg absúrd staður. Nú erum við komin í þetta eðlilega íslenska ástand,“ segir Ármann.

Ármann var á leið út á Reykjanesskaga ermbl.is ræddi við hann símleiðis og mun ásamt öðrum vísindamönnum mynda hraunið meðdróna. Telur hann sprunguna vera um 2,8 til 6 kílómetra langa og enn vera að stækka. 

Ármann Höskuldsson, prófessor við Háskóla Íslands.
Ármann Höskuldsson, prófessor við Háskóla Íslands. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Rennur til austurs og norðurs

„Þetta er á besta stað. Úr því að það kom þarna, þetta er á móts við Stóra-Skógfell, milli Hagafells og Stóra-Skógfell,“ segir Ármann spurður út í hvernig honum lítist á staðsetningu eldanna. 

Hraunið rennur til austurs í átt og sprungan er að teygja sig norður fyrir Stóra-Skógfell að sögn Ármanns. 

„Hraun mun renna eitthvað í norður og getur haldið í átt að Reykjanesbrautinni en mesta virknin virðist vera milli Stóra-Skógfells,“ segir Ármann. 

Hann segir of snemmt að meta hversu hratt hraun streymir upp, en telur flæðið vera um 150-200 rúmmetra á sekúndu. 

Gosið séð frá Reykjanesbrautinni.
Gosið séð frá Reykjanesbrautinni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert