Fjórtán látnir auk byssumannsins

Lögreglumaður við Karlsháskóla í miðborg Prag í Tékklandi.
Lögreglumaður við Karlsháskóla í miðborg Prag í Tékklandi. AFP

Að minnsta kosti fjórtán eru látnir og tugir særðir eftir skotárás í miðborg Prag í Tékklandi í dag. Skotárásin varð í Karlsháskóla.

Mikill viðbúnaður er við skólann og hefur lögreglan lokað fyrir umferð og mannaferðir í nágrenninu. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefur skotárásarmaðurinn verið felldur og hefur rýming þegar hafist.

Mikill viðbúnaður er við skólann.
Mikill viðbúnaður er við skólann. AFP

Klifruðu út á húsbrún til að fela sig

Var starfsfólki og nemendum leiðbeint að halda kyrru fyrir, slökkva ljós og byrgja sig inni í kennslustofum og skrifstofum á meðan lögregla leitaði að árásarmanninum.

Eru sumir nemendur og starfsfólk sögð hafa klifrað út um glugga skólans og staðið þar á brún til að fela sig frá árásarmanninum.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert