Leitað í dómkirkjunni í Köln vegna hryðjuverkaógnar

Fyrir utan dómkirkjuna í Köln í morgun.
Fyrir utan dómkirkjuna í Köln í morgun. AFP/Ina Fassbender

Þýska lögreglan greindi frá því í gærkvöldi að leitað hafi verið í dómkirkjunni í Köln vegna „viðvörun á hættu“ á gamlárskvöld. 

Michael Esser lögreglustjóri sagði í tilkynningu að jafnvel þó viðvörunin ætti við gamlárskvöld var leitað í kirkjunni í gær með leitarhundum til þess að tryggja öryggi á aðfangadag. 

Leitin var framkvæmd í samtarfi við öryggisgæslu kirkjunnar eftir messu gærkvöldsins. 

Þeir sem ætla í kirkjuna í dag þurfa að fara í gegnum öryggiseftirlit áður en þeir fara inn í hana. 

AFP/Ina Fassbender

Hert öryggisgæsla í Vín

Þýska tímaritið Bild greinir frá því að yfirvöld í Austurríki, Þýskalandi og á Spáni hafi öll fengið upplýsingar um möguleg áform um hryðjuverkaárásir í Evrópu um jólin og áramótin.

Samkvæmt Bild yrðu árásirnar gerðar í hátíðarmessum í Köln, Vín og Madríd. 

Þá er greint frá því að lögreglan í Vín og Þýskalandi hafi handtekið einstaklinga í tengslum við hótanirnar í gær. 

Lögregluyfirvöld í Vín greindu frá því í gær að öryggisgæsla yrði hert í borginni, sérstaklega við kirkjur og jólamarkaði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert