Navalní týndur í fangelsiskerfi Rússlands

Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna kallar eftir því að Navalní verði …
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna kallar eftir því að Navalní verði sleppt úr haldi. AFP/Alex Wong

Ant­ony Blin­ken, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, lýsir yfir áhyggjum sínum um hvar rúss­neski stjórn­ar­and­stæðing­ur­inn Al­ex­ei Navalní sé niðurkominn. 

Frá þessu greinir Blinken á samfélagsmiðlinum X og segir að Navalní hafi verið týndur í fangelsiskerfi Rússlands í næstum þrjár vikur.

„Enn einu sinni köllum við eftir því að honum verði tafarlaust sleppt úr haldi og endalokum á kúgun á sjálfstæðum röddum í Rússlandi,“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert