Þrír í haldi vegna hryðjuverkaógnar

Lögreglumenn fyrir utan dómkirkjuna í Köln í dag.
Lögreglumenn fyrir utan dómkirkjuna í Köln í dag. AFP/Ina Fassbender

Austuríska lögreglan hefur handtekið þrjá einstaklinga sem grunaðir eru um að hafa tengsl við öfgasamtök íslamista. Öryggisgæsla í Vín og þýsku borginni Köln hefur verið hert vegna hryðjuverkaógnar yfir hátíðirnar.

Leitað var í dómkirkjunni í Köln í gærkvöldi og í dag þurfa þeir sem ætla í kirkj­una að fara í gegn­um ör­yggis­eft­ir­lit áður en þeir fara inn í hana. Lög­reglu­yf­ir­völd í Vín greindu frá því í gær að ör­ygg­is­gæsla yrði hert í borg­inni, sér­stak­lega við kirkj­ur og jóla­markaði. 

Talsmaður innanríkisráðuneytis Austurríkis sagði í yfirlýsingu í dag að fjórir hafi verið handteknir í gær vegna tengsla við öfgasamtök. Þrír eru enn í haldi á meðan rannsókn stendur yfir. 

„Ekki var um aðkallandi hótun í Vín að ræða,“ sagði talsmaðurinn í samtali við AFP-fréttaveituna. 

Liðsmenn Isis-K

Þýska tíma­ritið Bild greindi frá því að einn hafi verið handtekinn þar í landi vegna málsins. 

Miðilinn greinir frá því að þeir sem hafa verið handteknir eru tadsjikar sem eru liðsmenn hryðju­verka­sam­takanna Isis-K. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert