Börn urðu vitni að árásinni

Verið er að rannsaka hvort maðurinn sem lést hafi mögulega …
Verið er að rannsaka hvort maðurinn sem lést hafi mögulega verið þátttakandi í árásinni. Mynd er úr safni. AFP/Paul Faith

Írska lögreglan í Dublin hefur aukið viðveru lögreglumanna í borginni í kjölfar skotárásar í gærkvöldi þar sem einn maður lést og annar var særður. Átti árásin sér stað á veitingastað og urðu börn vitni að ódæðinu.

Árás­in átti sér stað á veit­ingastaðnum Brow­ne's Steak­hou­se um klukk­an átta að staðar­tíma á aðfanga­dags­kvöld, að því er breska ríkisútvarpið grein­ir frá.

Verið er að rannsaka hvort maðurinn sem lést hafi mögulega verið þátttakandi í árásinni en það er ekki vitað að svo stöddu. Maðurinn sem lést var á þrítugsaldri en hinn maður­inn, sem er á fimm­tugs­aldri, er al­var­lega særður vegna skotsára.

Lögreglan telur að atvikið tengist glæpahópum og þá sérstaklega yfirstandandi eiturlyfja- og byssutengdum deilum þeirra á milli, að því er írska ríkisútvarpið greinir frá. Enginn hefur verið handtekinn að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka