Einn látinn eftir skotárás á veitingastað

Mynd er úr safni.
Mynd er úr safni. AFP

Maður á þrítugsaldri er látinn og annar alvarlega særður eftir skotárás á veitingastað í Dublin á Írlandi.

Árásin átti sér stað á veitingastaðnum Browne's Steakhouse um klukkan átta að staðartíma á aðfangadagskvöld, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá.

Mennirnir tveir voru fluttir á sjúkrahús þar sem annar þeirra var úrskurðaður látinn. Hinn maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, er alvarlega særður vegna skotsára.

Lögregla er sögð líta svo á að skotárásin tengist glæpagengjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka