Netanyahu lofar frekari árásum

Forsætisráðherra Ísraels segir að átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs sé hvergi …
Forsætisráðherra Ísraels segir að átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs sé hvergi nærri lokið. AFP

Benja­mín Net­anja­hú, forsætisráðherra Ísraels, segir Ísraelsher koma til með að herða aðgerðir sínar gegn Hamas á næstu dögum. 

Í umfjöllun BBC er greint frá því að í kjölfar heimsóknar sinnar til Gasa hafi forsætisráðherrann boðað harkalegri árásir gagnvart Hamas.

Þá hafi Net­anja­hú tjáð flokksmönnum sínum að hernaði Ísraels á svæðinu væri „langt frá því að vera lokið“.

Heitir því að eyða Hamas 

Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hófst 7. október síðastliðinn eftir að Hamas réðust inn í Ísraelsríki, en í kjölfarið létust yfir eitt þúsund einstaklingar, aðallega óbreyttir borgarar.

Síðan þá hefur Ísraelsher sótt að Hamas-samtökunum af fullum þunga og er talið að yfir tuttugu þúsund Palestínumenn hafi fallið í sprengjuárásum Ísraela. 

Net­anja­hú hefur heitið því að eyða Hamas og skila gíslum þess til Ísraels að nýju. „Við hættum ekki. Við höldum áfram að berjast og bætum í á næstu dögum. Þetta verður löng barátta og henni er alls ekki lokið,“ er haft eftir Net­anja­hú í umfjöllun BBC. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka