NATO-umsókn Svíþjóðar samþykkt í þingnefnd

Erdogan Tyrklandsforesti lagði aðild­ar­um­sókn Svíþjóðar fyr­ir tyrk­neska þingið í október, …
Erdogan Tyrklandsforesti lagði aðild­ar­um­sókn Svíþjóðar fyr­ir tyrk­neska þingið í október, eft­ir 17 mánaða patt­stöðu í mál­inu. AFP/Attila Kisbenedek

Utanríkismálanefnd tyrkneska þingsins hefur samþykkt umsókn Svíþjóðar í NATO. Umsóknin verður því næst rædd á þinginu sjálfu þar sem flokkur Receps Tayyips Erdogans Tyrklandsforseta ræður ríkjum.

Er­dog­an lagði aðild­ar­um­sókn Svíþjóðar fyr­ir tyrk­neska þingið í október, eft­ir 17 mánaða patt­stöðu í mál­inu.

Sví­ar sóttu loks­ins um aðild að NATO í fyrra í kjöl­far inn­rás­ar Rúss­lands inn í Úkraínu, eft­ir að hafa lengi staðið gegn NATO-aðild.

Er­dog­an samþykkti á leiðtoga­fundi NATO í júlí að leggja aðild Svíþjóðar fyr­ir tyrk­neska þingið, er stjórn­ar­liðar í öðrum lönd­um lögðu æ auk­in þrýst­ing á stjórn­völd í An­kara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert