Utanríkismálanefnd tyrkneska þingsins hefur samþykkt umsókn Svíþjóðar í NATO. Umsóknin verður því næst rædd á þinginu sjálfu þar sem flokkur Receps Tayyips Erdogans Tyrklandsforseta ræður ríkjum.
Erdogan lagði aðildarumsókn Svíþjóðar fyrir tyrkneska þingið í október, eftir 17 mánaða pattstöðu í málinu.
Svíar sóttu loksins um aðild að NATO í fyrra í kjölfar innrásar Rússlands inn í Úkraínu, eftir að hafa lengi staðið gegn NATO-aðild.
Erdogan samþykkti á leiðtogafundi NATO í júlí að leggja aðild Svíþjóðar fyrir tyrkneska þingið, er stjórnarliðar í öðrum löndum lögðu æ aukin þrýsting á stjórnvöld í Ankara.