Navalní: „Hafið engar áhyggjur af mér“

Navalní hafði verið týndur í fangelsiskerfi Rússlands í næstum þrjár …
Navalní hafði verið týndur í fangelsiskerfi Rússlands í næstum þrjár vikur. AFP

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní segist líða vel eftir „nokkuð þreytandi“ 20 daga flutning úr fangelsi sínu nálægt Moskvu til fanganýlendu fyrir ofan heimskautsbaug.

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafði lýst miklum áhyggjum af velferð Navalní þar sem hann hafði verið týndur í fangelsiskerfi Rússlands í næstum þrjár vikur.

„Hafið engar áhyggjur af mér. Mér líður vel. Mér er létt yfir því að vera loksins kominn,“ skrifaði Navalní á samfélagsmiðlinum X. Hann kvaðst þó ekki hafa búist við að neinn myndi finna sig fyrir miðjan janúar.

Hann greindi frá því að hann hefði komið til fanganýlendunnar á laugardag og fengið heimsókn frá lögmanni sínum á mánudag.

„Ég er enn í góðu skapi eins og jólasveininum sæmir. Því miður eru engin hreindýr en það eru ristastórir og fallegir smalahundar,“ skrifaði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert