Danir senda freigátu til Rauðahafsins

Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur kallaði utanríkismálanefnd úr jólafríi til …
Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur kallaði utanríkismálanefnd úr jólafríi til að tilkynna árformin. AFP/Mads Claus Rasmussen

Dan­ir hyggj­ast senda freigátu til Rauðahafs­ins og Aden­flóa til að verða við auk­inni þörf á ör­ygg­is­ráðstöf­un­um á svæðinu. 

Þetta til­kynntu ut­an­rík­is­ráðherra Dan­merk­ur, Lars Løkke Rasmus­sen, og varna­málaráðherra, Troels Lund Poul­sen, að lokn­um fundi með ut­an­rík­is­mála­nefnd Dan­merk­ur í dag. 

Nefnd­in var í dag kölluð óvænt sam­an úr jóla­fríi til að fara yfir nýja stefnu varðandi alþjóðleg­ar aðgerðir. 

Skipt­ir sköp­um fyr­ir skipaum­ferð

„Við höf­um áhyggj­ur af því al­var­lega ástandi sem er að þró­ast í Rauðahaf­inu, þar sem til­efn­is­laus­ar árás­ir gegn al­menn­um skip­um halda áfram. Það skipt­ir sköp­um fyr­ir bæði danska og alþjóðlega skipaum­ferð og fyr­ir þróun á svæðinu að hægt sé að sigla þar með ör­ugg­um hætti,“ sagði Poul­sen í frétta­til­kynn­ingu.

Fjöldi flutn­inga­skipa hafa orðið fyr­ir árás­um að und­an­förnu og hef­ur upp­reisn­ar­hóp­ur Húta í Jemen geng­ist við árás­un­um. Meðal skip­ana sem ráðist var á var skip frá danska skipa­flutn­inga­fyr­ir­tæk­inu Maersk.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert