Kína fær nýjan varnamálráðherra

Xi Jinping, forseti Kína, er talinn hafa valið síðasta varnarmálaráðherra …
Xi Jinping, forseti Kína, er talinn hafa valið síðasta varnarmálaráðherra en honum var vikið úr starfi eftir aðeins nokkra mánuði í starfi. AFP

Dong Jun, fyrrverandi hershöfðingi í kínverska sjóhernum, er nýr varnamálaráðherra Kína eftir mikla uppstokun meðal æðstu embættismanna.

Dong tekur við embættinu af Li Shangfu en honum var vikið úr ráðherrastólnum.

Skipan Dongs í ráðherrastólinn kemur á frekar viðkvæmum tíma í kínverskum stjórnmálum þar sem stjórnvöld í Peking hafa aukið hernaðarþrýsting á Taívan. Á meðan styttist í kosningar í Taívan, en kosið er í janúar.

Hurfu úr sviðsljósinu

Li var vikið úr embætti í október en þá var einnig tilkynnt að Qin Gang, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra lands­ins, sem var leyst­ur frá störf­um í sum­ar, væri ekki leng­ur hluti af rík­is­stjórn­inni.

Stjórnvöld hafa ekki gefið upp hverjar ástæðurnar voru fyrir útbolun ráðherranna.

Li var vikið úr embætti eftir sjö mánuði en þá hafði hann ekki verið áberandi í sínu starfi í þónokkurn tíma. Á sama tíma voru margir hátt settir í hernum og nokkrir stjórnmálamenn sem hurfu einnig úr sviðsljósinu.

Li Shangfu, fyrrverandi varnarmálaráðherra Kína.
Li Shangfu, fyrrverandi varnarmálaráðherra Kína. AFP/Roslan Rahman
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert