Dong Jun, fyrrverandi hershöfðingi í kínverska sjóhernum, er nýr varnamálaráðherra Kína eftir mikla uppstokun meðal æðstu embættismanna.
Dong tekur við embættinu af Li Shangfu en honum var vikið úr ráðherrastólnum.
Skipan Dongs í ráðherrastólinn kemur á frekar viðkvæmum tíma í kínverskum stjórnmálum þar sem stjórnvöld í Peking hafa aukið hernaðarþrýsting á Taívan. Á meðan styttist í kosningar í Taívan, en kosið er í janúar.
Li var vikið úr embætti í október en þá var einnig tilkynnt að Qin Gang, fyrrverandi utanríkisráðherra landsins, sem var leystur frá störfum í sumar, væri ekki lengur hluti af ríkisstjórninni.
Stjórnvöld hafa ekki gefið upp hverjar ástæðurnar voru fyrir útbolun ráðherranna.
Li var vikið úr embætti eftir sjö mánuði en þá hafði hann ekki verið áberandi í sínu starfi í þónokkurn tíma. Á sama tíma voru margir hátt settir í hernum og nokkrir stjórnmálamenn sem hurfu einnig úr sviðsljósinu.