Má ekki bjóða sig fram í Maine

Donald Trump í október síðastliðnum.
Donald Trump í október síðastliðnum. AFP/Timothy A. Clary

Bandaríska ríkið Maine hefur meinað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að bjóða sig þar fram í forvali Repúblikanaflokksins.

Ríkið er það annað í röðinni sem gerir slíkt en áður hafði Hæstiréttur Colorado bannað Trump að bjóða sig þar fram.

Í úrskurði æðsta embættismanns Maine í kosningamálum, Shenna Bellows, kemur fram að atburðirnir 6. janúar 2021, þegar árás var gerð á bandaríska þinghúsið, „gerðust að áeggjan og með vitneskju og stuðnings fráfarandi forseta”, og bætti við að árás á undirstöður stjórnvalda væri í andstöðu við bandarísku stjórnarskrána.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert