Tugþúsundir flýja miðhluta Gasa

Ísraelsher hefur skipað fólkinu að flýja í suðurátt.
Ísraelsher hefur skipað fólkinu að flýja í suðurátt. AFP/Mahmud Hams

Um 150 þúsund Palestínumenn hafa nú verið neyddir til að flýja miðhluta Gasa þar sem ísraelskir hermenn sækja að flóttamannabúðum á svæðinu.

Frá þessu greina Sameinuðu þjóðirnar en vitni á svæðinu og vígamenn Hamas-hryðjuverkasamtakanna segja að skriðdrekar séu komnir að Bureij-flóttamannabúðunum.

Um 90 þúsund manns búa á svæðinu og talið er að rúmlega 60 þúsund hafi flúið þangað að auki frá öðrum svæðum á Gasa. Ísraelsher hefur nú skipað fólkinu að flýja suður til bæjarins Deir al-Balah.

Sameinuðu þjóðirnar segja það hins vegar ómögulegt sökum þess að þar sé mikill fjöldi flóttamanna og ógerningur að koma þar fleirum fyrir.

Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins segir að Egyptar hafi lagt fram tillögu að vopnahléi í þremur liðum. Fulltrúar Hamas séu nú að fara yfir þær tillögur í Kaíró.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert