Magnus Carlsen bar sigur úr býtum í opnum flokki í heimsmeistaramótinu í hraðskák í sjöunda sinn eftir sigurgöngu en hann hlaut 16 vinninga af 21 mögulegum.
Hinn rússneski Daniil Dubov lenti í öðru sæti, aðeins hálfum vinningi á eftir Carlsen en samlandi hans Vladislav Artemiev kláraði mótið með 15 vinninga.
Í kvennaflokki sigraði rússneska skákkonan Valentina Gunina, með 14 vinninga af 17 mögulegum. Forveri hennar, rússnesk-svissneska skákkonan Alexandra Kosteniuk hafnaði í öðru sæti með 13,5 vinninga en á eftir henni varð hin kínverska Zhu Jiner.