Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, lýsti því yfir á blaðamannafundi í dag að stríðið á Gasaströndinni muni vara í marga mánuði. Þá ítrekaði hann loforð sitt um að útrýma Hamas-hryðjuverkasamtökum sínum á Gasa.
Netanjahú lofaði því að koma öllum gíslunum í Gasa til síns heima en tók jafnframt fram að herinn stæði í „flókinni orrustu“ og þyrfti tíma til þess að ná markmiðum sínum.
„Stríðið mun halda áfram í marga mánuði, þar til Hamas hefur verið útrýmt og gíslarnir eru komnir til baka. Við ætlum að sjá til þess að Gasa mun ekki lengur vera ógn að Ísrael.“
Hann bætti við að um 8 þúsund vígamenn hefðu þegar verið drepnir í hernaðaraðgerðum Ísraelsmanna í Palestínu.
„Eitt skref í einu erum við að svipta Hamas getu sinni. Við ætlum að einnig að útrýma leiðtogum þeirra.“
Stríðið hófst með hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna þann 7. október, þar sem um 1.140 manns voru drepnir. Milligöngumenn reyna enn að fá stríðandi aðila til þess að semja um vopnahlé.
Spurður hvort samningaviðræður væru í gangi um gíslalausnir svaraði Netanjahú að hann Hamas hafi gefið sér „alls konar úrslitakosti sem við höfum ekki samþykkt“.
„Við erum að reyna að sjá ákveðna breytingu [en] ég vil ekki reyna að búa til neinar væntingar,“ sagði hann án þess að útskýra nánar. Sendinefnd Hamas var í Kaíró í gær til þess að ræða áætlun um hugsanlegt vopnahlé.
Í herferð sinni um að útrýma Hamas-samtökum hefur Ísraelsher tekist að drepa 21.672 manns, að sögn heilbrigðisyfirvalda á Gasa. Stjórnvöld beggja vegna víglínunnar segja að meginþorri drepinna sín megin séu óbreyttir borgarar.