Þremur bátum sökkt í árás á danskt fraktskip

Danskt fraktskip hefur orðið fyrir tveimur árásum á einum sólarhring.
Danskt fraktskip hefur orðið fyrir tveimur árásum á einum sólarhring. AFP/Aaron Lau/Bandaríska varnarmálaráðuneytið

Danskt frakt­skip frá Maersk er nefn­ist Hangzhou hef­ur orðið fyr­ir tveim­ur árás­um á ein­um sól­ar­hring af hönd­um upp­reisn­ar­manna Húta í Jemen.

Í gær var skipið hæft í flug­skeyta­árás­um Húta á Rauðahafi en tveir banda­rísk­ir tund­ur­spill­ar, Gra­vely og La­boon, komu skip­inu til aðstoðar. Á meðan þeirri aðgerð stóð þurfti tund­ur­spill­ir­inn Gra­vely að skjóta niður tvö flug­skeyti til viðbót­ar.

Banda­ríkja­her grein­ir nú frá því að snemma í morg­un að staðar­tíma hafi skipið sent frá sér annað neyðarkall á inn­an við 24 klukku­stund­um þar sem til­kynnt var um árás fjög­urra smá­báta, sem stjórnað var af Hút­um.

Komust Hút­ar í inn­an við 20 metra fjar­lægð frá skip­inu og skutu á áhöfn Hangzhou með byss­um og reyndu að kom­ast um borð í skipið. Örygg­is­verk­tak­ar um borð skutu til baka á skip­in en svo komu banda­rísk­ar herþyrl­ur og brugðust við neyðarkall­inu. Sökktu þeir þrem­ur smá­bát­um Húta en fjórði smá­bát­ur­inn náði að flýja.

Ítrekaðar árás­ir

Gerðist þetta sem fyrr seg­ir á Rauðahaf­inu en á því sigl­inga­svæði hafa Hút­ar mis­kunn­ar­laust skotið eld­flaug­um og sigað árás­ar­drón­um á flutn­inga­skip sem eiga þar leið hjá. Að sögn Banda­ríkja­hers er þetta í 23. skiptið sem Hút­ar gera árás­ir á flutn­inga­skip síðan 19. nóv­em­ber.

Hút­ar gera þess­ar árás­ir til stuðnings hryðju­verka­sam­tök­un­um Ham­as og eru studd­ir af klerka­stjórn­inni í Íran.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert