Danskt fraktskip frá Maersk er nefnist Hangzhou hefur orðið fyrir tveimur árásum á einum sólarhring af höndum uppreisnarmanna Húta í Jemen.
Í gær var skipið hæft í flugskeytaárásum Húta á Rauðahafi en tveir bandarískir tundurspillar, Gravely og Laboon, komu skipinu til aðstoðar. Á meðan þeirri aðgerð stóð þurfti tundurspillirinn Gravely að skjóta niður tvö flugskeyti til viðbótar.
Bandaríkjaher greinir nú frá því að snemma í morgun að staðartíma hafi skipið sent frá sér annað neyðarkall á innan við 24 klukkustundum þar sem tilkynnt var um árás fjögurra smábáta, sem stjórnað var af Hútum.
Komust Hútar í innan við 20 metra fjarlægð frá skipinu og skutu á áhöfn Hangzhou með byssum og reyndu að komast um borð í skipið. Öryggisverktakar um borð skutu til baka á skipin en svo komu bandarískar herþyrlur og brugðust við neyðarkallinu. Sökktu þeir þremur smábátum Húta en fjórði smábáturinn náði að flýja.
Gerðist þetta sem fyrr segir á Rauðahafinu en á því siglingasvæði hafa Hútar miskunnarlaust skotið eldflaugum og sigað árásardrónum á flutningaskip sem eiga þar leið hjá. Að sögn Bandaríkjahers er þetta í 23. skiptið sem Hútar gera árásir á flutningaskip síðan 19. nóvember.
Hútar gera þessar árásir til stuðnings hryðjuverkasamtökunum Hamas og eru studdir af klerkastjórninni í Íran.
Iranian-backed Houthi small boats attack merchant vessel and U.S. Navy helicopters in Southern Red Sea
— U.S. Central Command (@CENTCOM) December 31, 2023
On Dec. 31 at 6:30am (Sanaa time) the container ship MAERSK HANGZHOU issued a second distress call in less than 24 hours reporting being under attack by four Iranian-backed… pic.twitter.com/pj8NAzjbVF