Gætu birt nöfn 200 sem tengjast Epstein í dag

Samsett mynd af Ghislaine Maxwell og Jeffrey Epstein.
Samsett mynd af Ghislaine Maxwell og Jeffrey Epstein. AFP

Listi með nöfn­um 200 ein­stak­linga úr dóms­skjöl­um vegna man­sals­hrings Jef­freys Ep­steins og Ghislaine Maxwell verður hugs­an­lega birt­ur í dag þegar frest­ur renn­ur út til að and­mæla nafna­birt­ing­un­um.

Breska blaðið The Guar­di­an grein­ir frá þessu en nöfn­in voru fjar­lægð úr dóms­skjöl­un­um. Maxwell hlaut 20 ára fang­els­is­dóm árið 2022 fyr­ir að aðstoða Ep­stein við að brjóta kyn­ferðis­lega gegn ung­lings­stúlk­um og afplán­ar hún dóm­inn í fang­elsi í Flórída í Banda­ríkj­un­um.

Ep­stein svipti sig lífi í fang­elsi í í New York árið 2019 þegar hann beið rétt­ar­halda. Hann var sakaður um um kyn­ferðis­brot gegn mörg­um börn­um. Niðurstaða krufn­ing­ar á líki Ep­steins leiddi í ljós að hann hafi tekið eigið líf með því að hengja sig en Maxwell hef­ur haldið því fram að Ep­stein hafi verið myrt­ur í fang­els­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert