Gíslum aðeins sleppt gegn „skilyrðum“ Hamas

Talið er að um 240 gíslar hafi verið teknir höndum …
Talið er að um 240 gíslar hafi verið teknir höndum í hryðjuverkaárás Hamas. AFP

Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas-hryðjuverkasamtakanna, sagði í dag að gíslarnir sem teknir væru höndum í Ísrael myndu aðeins vera látnir lausir ef skilyrðum samtakanna yrði mætt.

Hann sagði í sjónvarpsávarpi í dag að gíslarnir „verði aðeins látnir lausir gegn skilyrðum sem uppreisnin hefur sett“.

Talið er að Hamas samtökin hafi tekið um 240 gísla í árás sinni þann 7. október, þar sem vígamennirnir drápu einnig um 1.140 manns. Rúm­lega 100 gíslanna voru leyst­ir úr haldi þegar samið var um tíma­bundið vopna­hlé í nóv­em­ber.

„Opinn“ fyrir sameiginlegri ríkisstjórn með Vesturbakkanum

Í sama ávarpi lét Haniyeh þau orð falla að hann væri „opinn“ fyrir því að hafa eina sameiginlega ríkisstjórn á Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Hingað til hefur hvor landshluti verið með sína ríkisstjórn, Hamas á Gasa og Fatah á Vesturbakkanum.

Eins og nú er kunnugt svaraði Ísrael árásinni með gríðarmiklum hefndaraðgerðum en stjórn­völd á Gasaströnd­inni segja að 20 þúsund manns hafi verið drepn­ir í árás­um Ísra­els­hers sem hóf­ust þann 7. októ­ber.

Í desember sögðust Hamas ekki ætla að leysa fleiri gísla úr haldi fyrr en Ísra­el samþykk­ti að binda enda á stríðið á Gasa­strönd­inni.

Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas-hryðjuverkasamtakanna.
Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas-hryðjuverkasamtakanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert