Hizbollah heita hefnd eftir árás Ísraels í Beirút

Fólk skoðar rústirnar á hæðinni eftir árásina í dag.
Fólk skoðar rústirnar á hæðinni eftir árásina í dag. AFP

Hiz­bollah-sam­tök­in í Íran segja að drónaárás Ísraelsmanna í Beirút, þar sem næstráðandi Hamas var felldur, verði ekki látin afskiptalaus. Sex manns létust í árásinni samkvæmt líbönskum miðlum.

Hizbollah kalla árásina „alvarlega árás gegn Líbanon“.

„Við, Hizbollah, lýsum því yfir að þessi glæpur verður ekki látinn afskiptalaus eða órefsaður,“ sögðu samtökin í yfirlýsingu, þar sem árásin var kölluð „hættuleg þróun“ á stríðinu fyrir botni Miðjarðarhafs.

Frá vinstri: Ziad al-Nakhala, einn af leiðtogum Islamic Jihad, Hassan …
Frá vinstri: Ziad al-Nakhala, einn af leiðtogum Islamic Jihad, Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, og Saleh al-Arouri, fyrrverandi næstráðandi Hamas, sem var drepinn. AFP

„Framhald“ af morðinu á Moussavi

Sex manns voru felld­ir í dróna­árás Ísra­els í Beirút, höfuðborg Líb­anons, í dag, þar á meðal Sa­leh al-Ar­uri, næ­stráðandi Ham­as-hryðju­verka­sam­tak­anna. Forsætisráðherra Palestínu hefur fordæmt árásina.

Hizbollah hafa nánast daglega átt í átökum við Ísrael frá því að stríðið hófst þann 7. október.

Greint var frá því í desember að Razi Moussavi, hershöfðingi er­lenda arms Quds-sveitarinnar, hefði verið drepinn í loftárás Ísra­els­hers á út­hverfi Dam­askus, höfuðborg­ar Sýr­lands, í dag. Íranska ríkisstjórnin hefur lýst yfir stuðningi við Hizbollah.

Hizbollah segja að árásin sem Aruri féll í hafi verið gerð „í framhaldinu af… morðinu á Razi Moussavi“. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, er sagður ætla flytja ræðu á morgun, miðvikudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert