Næstráðandi Hamas felldur í drónaárás

Líbanskir miðlar og Hamas segja Ísraelsmenn hafa gert árásina.
Líbanskir miðlar og Hamas segja Ísraelsmenn hafa gert árásina. AFP

Sex manns voru felldir í drónaárás Ísraels í Beirút, höfuðborg Líbanons, í dag, þar á meðal Saleh al-Aruri, næstráðandi Hamas-hryðjuverkasamtakanna. Mohammed Shtayyeh, forsætisráðherra Palestínu segist fordæma „morðið“.

Frá þessu greinar Hamas-samtökin en einnig heimildarfólk AFP-fréttaveitunnar. Heimildamaður AFP segir að Aruri hafi verið felldur ásamt lífvörðum sínum í árásinni. Á sjónvarpsstöð Hamas-hryðjuverkasamtakanna var einnig greint frá því fyrr í dag að Arudi hefði verið felldur í árás Ísraelsmanna.

Líbanskir miðlar hafa einnig greina frá því aðdrónaárásin hefði orðið á skrifstofuhúsnæðiHamas í úthverfi Beirut eftir þar sem fundur var haldinn á milli nokkurra palestínskra samtaka.

Saleh al-Aruri, næstráðandi Hamas-hryðjuverkasamtakanna.
Saleh al-Aruri, næstráðandi Hamas-hryðjuverkasamtakanna. AFP

„Glæpur framinn af þekktum glæpamönnum“

Shtayyeh kallar drápið á Aruri „glæp framinn af þekktum glæpamönnum“ og varaði við „hættunni og afleiðingum sem gætu fylgt“ drápinu, segir í yfirlýsingu forsætisráðherrans.

Eins og kunnugt er framkvæmdu vígamenn Hamas-samtakanna umfangsmikla hryðjuverkaárás í Ísrael þann 7. október og drápu þar um 1.140 manns, óbreytta borgara að megni, samkvæmt talningu AFP. Þá tóku hryðjuverkamennirnir um 250 gísla. 129 eru enn í haldi Hamas.

Benjamín Netanjahú hefur heitað því að útrýma Hamas-samtökunum. Ísrael svaraði hryðjuverkaárásinni með gríðarmiklum hefndarárásum á Gasaströndina þar sem um rúmlega 22 þúsund manns hafa dáið, að megni til konur og börn, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert