Kenna Bandaríkjunum og Ísrael um sprengingarnar

Að minnsta kosti 103 hafa látið lífið vegna sprenginganna.
Að minnsta kosti 103 hafa látið lífið vegna sprenginganna. AFP

Ráðgjafi forseta Írans kennir Ísraelum og Bandaríkjamönnum um sprengingarnar tvær sem urðu 103 að bana í dag, skammt frá graf­hýsi Qa­sem So­leimani, æðsta her­for­ingja Írans. Bandaríkin segja sprengingarnar líkjast hryðjuverkaárásum ISIS.

Ráðgjafi Joe Bidens Bandaríkjaforseta sagði við blaðamenn fyrr í dag að sprengingarnar litu út fyrir að vera „hryðjuverkaárás, eins og ISIS hefur gert í gegnum tíðina“.

Írönsk stjórnvöld halda þó öðru fram. Mohammad Jamshidi, ráðgjafi forseta Írans skrifaði á X, áður Twitter: „Washington segir að Bandaríkin og Ísrael hafi ekki átt þátt í hryðjuverkaárásinni í Kerman í Íran. Í alvöru?“ 

„Misskiljið ekki. Ábyrgðin á þessum glæp liggur hjá Bandaríkjastjórn og síonistastjórnum og hryðjuverk eru bara tæki,“ bætti Jamshidi við.

Afleiðingar mikillar spennu

Rahm­an Jalali, vara­héraðsstjóri Kerm­an-héraðs, seg­ir at­b­urðinn vera hryðju­verk. AFP frétta­veit­an grein­ir hins veg­ar frá því að spreng­ing­arn­ar tvær, sem fjallað er um sem „hryðju­verka­árás­ir“, séu í raun af­leiðing­ mik­ill­ar spennu í Miðaust­ur­lönd­um vegna átaka Ísra­els og Ham­as á Gasa.

Jafn­framt seg­ir á að sprengju­árás­irn­ar séu tengd­ar dróna­árás Ísra­els í Beirút, höfuðborg Líb­anons, sem fram­in var í gær. Sa­leh al-Ar­uri, næ­stráðandi Ham­as-hryðju­verka­sam­tak­anna, var meðal þeirra sex sem féllu í árás­inni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka