„Stofnuðu lífi fjölda saklausra sjófarenda í hættu“

CMA CGM Palais Royal, stærsta gámaflutningaskip heims, er eitt þeirra …
CMA CGM Palais Royal, stærsta gámaflutningaskip heims, er eitt þeirra skipa sem siglt hefur um suðurhluta Rauðahafs og Hútar hafa ógnað með aðgerðum sínum. AFP

Hútar skutu tveimur flugskeytum í suðurhluta Rauðahafs frá Jemen í gærkvöld. Hút­ar gerðu árás­irnar til stuðnings hryðju­verka­sam­tök­un­um Ham­as og eru þeir studd­ir af klerka­stjórn­inni í Íran.

Fjöldi skipa á svæðinu tilkynntu um atvikið en ekki er vitað til að neinn hafi sakað eða að tjón hafi orðið að öðru leyti, að því að Bandaríkjaher greinir frá á samfélagsmiðlum.

„Þessar ólöglegu aðgerðir stofnuðu lífi fjölda saklausra sjófarenda í hættu og halda þær áfram að trufla frjálst flæði alþjóðaviðskipta. Þetta er 24. árásin sem beint er gegn kaupskipum á suðurhluta Rauðahafs síðan 19. nóvember.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert