Hútar skutu tveimur flugskeytum í suðurhluta Rauðahafs frá Jemen í gærkvöld. Hútar gerðu árásirnar til stuðnings hryðjuverkasamtökunum Hamas og eru þeir studdir af klerkastjórninni í Íran.
Fjöldi skipa á svæðinu tilkynntu um atvikið en ekki er vitað til að neinn hafi sakað eða að tjón hafi orðið að öðru leyti, að því að Bandaríkjaher greinir frá á samfélagsmiðlum.
„Þessar ólöglegu aðgerðir stofnuðu lífi fjölda saklausra sjófarenda í hættu og halda þær áfram að trufla frjálst flæði alþjóðaviðskipta. Þetta er 24. árásin sem beint er gegn kaupskipum á suðurhluta Rauðahafs síðan 19. nóvember.“
On Jan. 2, at approximately 9:30 p.m. (Sanaa time), Iranian-backed Houthis fired two anti-ship ballistic missiles from Houthi controlled areas in Yemen into the Southern Red Sea. Multiple commercial ships in the area reported the impact of the ASBMs into the surrounding water… pic.twitter.com/wXpmboqP2g
— U.S. Central Command (@CENTCOM) January 3, 2024