Svona lítur japanska flugvélin út í dag (myndir)

Maður virðir fyrir sér brennt brakið af flugvélinni.
Maður virðir fyrir sér brennt brakið af flugvélinni. AFP/Richard A. Brooks

Svona lítur farþegaflugvél japanska flugfélagsins Japan Airlines út eftir flugslysið sem varð í gær þegar vélin lenti í árekstri við flug­vél japönsku strand­gæsl­unn­ar á Haneda-flug­vell­in­um í Tókýó.

Öll­um 379 farþegum og áhöfn Jap­an Air­lines var bjargað áður en flug­vél­in varð al­elda og skrokk­ur­inn hrundi. Hins vegar létust fimm manns sem Fumio Kis­hida, for­sæt­is­ráðherra Jap­ans, staðfestir að hafi verið um borð í flugvél strandgæslunnar. 

Vélin lenti á Haneda-flug­vell­in­um, sem er fjöl­farn­asti flug­völl­ur Jap­ans.
Vélin lenti á Haneda-flug­vell­in­um, sem er fjöl­farn­asti flug­völl­ur Jap­ans. AFP/Richard A. Brooks
Flugvellinum var lokað á meðan viðbragðsaðilar náðu tökum á eldinum.
Flugvellinum var lokað á meðan viðbragðsaðilar náðu tökum á eldinum. AFP/Richard A. Brooks
Unnið er að rannsókn slyssins. Þarna má sjá brak flugvélar …
Unnið er að rannsókn slyssins. Þarna má sjá brak flugvélar strandgæslunnar. AFP/Richard A. Brooks
Hér má jafnframt sjá brak flugvélar strandgæslunnar.
Hér má jafnframt sjá brak flugvélar strandgæslunnar. AFP/Richard A. Brooks
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert