Svona lítur farþegaflugvél japanska flugfélagsins Japan Airlines út eftir flugslysið sem varð í gær þegar vélin lenti í árekstri við flugvél japönsku strandgæslunnar á Haneda-flugvellinum í Tókýó.
Öllum 379 farþegum og áhöfn Japan Airlines var bjargað áður en flugvélin varð alelda og skrokkurinn hrundi. Hins vegar létust fimm manns sem Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, staðfestir að hafi verið um borð í flugvél strandgæslunnar.