Að minnsta kosti 103 eru látnir eftir sprengingarnar tvær sem sprengdar voru í dag, skammt frá grafhýsi Qasem Soleimani, æðsta herforingja Írans.
Rahman Jalali, varahéraðsstjóri Kerman-héraðs, segir atburðinn vera hryðjuverk. AFP fréttaveitan greinir hins vegar frá því að sprengingarnar tvær, sem fjallað er um sem „hryðjuverkaárásir“, séu í raun afleiðingar mikillar spennu í Miðausturlöndum vegna átaka Ísraels og Hamas á Gasa.
Jafnframt segir á að sprengjuárásirnar séu tengdar drónaárás Ísraels í Beirút, höfuðborg Líbanons, sem framin var í gær. Saleh al-Aruri, næstráðandi Hamas-hryðjuverkasamtakanna, var meðal þeirra sex sem féllu í árásinni.