Tala látinna í Íran komin yfir hundrað

Að minnsta kosti 103 hafa látið lífið vegna sprenginganna.
Að minnsta kosti 103 hafa látið lífið vegna sprenginganna. AFP/Sare Tajalli

Að minnsta kosti 103 eru látnir eftir sprengingarnar tvær sem sprengdar voru í dag, skammt frá grafhýsi Qa­sem So­leimani, æðsta her­for­ingja Írans. 

Rahm­an Jalali, vara­héraðsstjóri Kerm­an-héraðs, seg­ir at­b­urðinn vera hryðju­verk. AFP fréttaveitan greinir hins vegar frá því að sprengingarnar tvær, sem fjallað er um sem „hryðjuverkaárásir“, séu í raun afleiðingar mikillar spennu í Miðausturlöndum vegna átaka Ísraels og Hamas á Gasa.

Jafnframt segir á að sprengjuárásirnar séu tengdar dróna­árás Ísra­els í Beirút, höfuðborg Líb­anons, sem framin var í gær. Sa­leh al-Ar­uri, næ­stráðandi Ham­as-hryðju­verka­sam­tak­anna, var meðal þeirra sex sem féllu í árásinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert