Andrés Bretaprins nefndur í Epstein-skjölum

Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell.
Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell. AFP

Andrés Bretaprins er á meðal fjöl­margra þekktra per­sóna sem eru nefnd­ar í nýbirt­um dóms­skjöl­um þar sem greint er frá fólki sem tengd­ist kyn­ferðis­brota­mann­in­um og auðjöfr­in­um Jef­frey Ep­stein.

Banda­rísk­ur dóm­ari fyr­ir­skipaði að upp­lýs­ing­arn­ar skyldu birt­ar í tengsl­um við máls­höfðun sem teng­ist Ghislaine Maxwell sem þegar hef­ur verið dæmd í 20 ára fang­elsi fyr­ir að aðstoða Ep­stein.

Í dóms­skjöl­un­um er meðal ann­ars fjallað um áður birta ásök­un um kyn­ferðis­brot af hálfu Andrés­ar, sem hann hef­ur vísað á bug.

Á meðal annarra sem eru nefnd­ir á nafn í dóms­skjöl­un­um eru Bill Cl­int­on og Don­ald Trump, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­set­ar, en hvor­ug­ur þeirra er sakaður um lög­brot.

Andrés Bretaprins.
Andrés Bretaprins. AFP/​Adri­an Denn­is

Dóms­skjöl­in eru um 900 blaðsíður og virðast þau ekki hafa af­hjúpað neitt stórt í tengsl­um við Ep­stein, að sögn BBC

Samt sem áður er bú­ist við því að fleiri skjöl verði birt í tengsl­um við málið á næstu dög­um.

Sum­ir þeirra yfir 100 sem eru nefnd­ir á nafn í skjöl­un­um eru sakaðir um að hafa brotið af sér á meðan aðrir leggja fram ásak­an­ir eða eru mögu­leg vitni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert