Ríki íslams lýsir árásinni á hendur sér

Alls eru 84 nú taldir látnir eftir árásina í gær.
Alls eru 84 nú taldir látnir eftir árásina í gær. AFP/Sare Tajalli

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á sprengjunum tveimur sem urðu 84 manns að bana í Kerma í Íran í gær.

Í tilkynningu hryðjuverkasamtakanna á Telegram segir að tveir innan raða samtakanna hafi sprengt sprengjuvesti sín þar sem fólk kom saman skammt frá graf­hýsi Qa­sem So­leimani, æðsta her­for­ingja Írans. 

Mohammad Jamshidi, ráðgjafi forseta Írans, hélt því fram í gær að Bandaríkin og Ísrael hefðu átt þátt í hryðjuverkinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka