Trump með „þráhyggju fyrir fortíðinni“

Joe Bide Bandaríkjaforseti skaut föstum skotum á Trump í ræðu …
Joe Bide Bandaríkjaforseti skaut föstum skotum á Trump í ræðu sinni í dag. AFP

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, notar sama mál og „Þýskaland nasismans“, að sögn Joe Bidens Bandaríkjaforseta. Í framboðsræðu sinni í kvöld skaut Biden föstum skotum á mótframbjóðanda sinn.

„Kosningabarátta Donalds Trumps er með þráhyggju fyrir fortíðinni, ekki framtíðinni. Hann er tilbúinn að fórna lýðræðinu okkar, setja sig aftur í valdastöðu,“ sagði forsetinn í fyrstu ræðu sinni árið 2024.

„Okkar barátta er öðruvísi… Okkar barátta er um Ameríku, hún er um þig, hún er um alla aldurshópa og uppruna sem eru í þessu landi. Hún er um framtíðina,“ bætti hann við.

Biden sagði einnig að Trump notaði sömu orðræðu og var notuð í „Þýskalandi nasismans“.

Trump meinað af kjörseðli í Maine

Samkvæmt skoðanakönnunum er Trump líklegastur til þess að vinna í forvali til forsetaefnis Repúblikanaflokksins.

Flækja hefur aftur á móti myndast í kosningabaráttunni þar sem kjósendur í Colorado og Maine geta ekki kosið Trump í ríkjunum, vegna meintrar þátttöku hans í uppreisninni við þinghúsinu þann 6. janúar 2023.

Trump hefur óskað eftir því að hæstiréttur Bandaríkjanna ógildi úr­sk­urðinn sem bann­ar hon­um að bjóða sig fram til for­seta í Col­orado.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert