Bretaprinsinn var „vikum saman“ hjá Epstein

Bretaprinsinn er sagður hafa eytt vikum saman á heimili Epstein …
Bretaprinsinn er sagður hafa eytt vikum saman á heimili Epstein og fengið nudd á hverjum degi. Samsett mynd/AFP

Andrés Bretaprins eyddi vik­um sam­an á heim­il Jef­frey Ep­stein í Flórída. Þetta kem­ur fram í þriðju birt­ingu dóms­skjala úr rétt­ar­höld­um yfir kær­ustu og sam­sær­is­konu Ep­stein, Ghislaine Maxwell.

Sam­kvæmt vitn­is­b­urði Juan Al­essi, sem annaðist eign Ep­stein í Flórída-ríki, eyddi prins­inn vik­um sam­an á heim­il­inu og fékk stúlk­ur til sín dag­lega til að nudda sig.

Taldi aðeins um nudd að ræða

Breska rík­is­út­varpið greindi frá framb­urði Al­essi sem sagði Andrés og þáver­andi eig­in­konu hans, her­togaynj­una Söruh Fergu­son, hafa verið góðvini Ep­stein og Maxwell. Ep­stein hafi eytt vik­um sam­an á heim­il­inu, eitt sinn í för með Ferg­us­son. Her­togaynj­an, sem oft­ast er þekkt und­ir gælu­nafn­inu Fergie, er þó ekki sökuð um mis­gjörðir í framb­urði Al­essi. 

Bretaprins­inn hef­ur al­farið neitað ásök­un­un­um starfs­manns­ins, sem kvaðst ekki muna hvort prins­inn hafi verið nuddaður oft á dag.

„Ég man ekki hvort hann hafi fengið fleiri en eitt [á dag] en ég held að það hafi aðeins verið um nudd að ræða í hans til­felli,“ er haft eft­ir Al­essi í dóms­skjöl­un­um. 

Greindi Al­essi einnig frá því í vitn­is­b­urði sín­um að hafa hitt fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­set­ana Bill Cl­int­on og Don­ald Trump á heim­il­inu, en kvaðst ekki hafa séð þá aðhaf­ast neitt óviðeig­andi þar. 

Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell.
Jef­frey Ep­stein og Ghislaine Maxwell. AFP

Orgía með stúlk­um und­ir lögaldri

Ep­stein fyr­ir­fór sér í fanga­klefa sín­um er hann beið rétt­ar­halda árið 2019, en Maxwell sætti rétt­ar­höld og var dæmd í 20 ára fang­elsi fyr­ir sam­verknaðinn við Ep­stein árið 2022, en hjú­in stunduðu kyn­lífsþrælk­un á ung­um stúlk­um til velþekktra vina sinna og koll­ega.

Nöfn úr rétt­ar­höld­um yfir Maxwell vegna kæru á hend­ur henni af hálfu fyrr­um aðstoðar­konu Ep­stein og fórna­lambs, Virg­iniu Giuf­fre, voru fjar­lægð á sín­um tíma en dóm­ari fyr­ir­skipaði að nöfn­in skildu birt inn­an 14 daga í des­em­ber 2023. Frest­ur til að and­mæla nafn­birt­ingu rann út á fimmtu­dag­inn síðastliðinn og hafa fleiri en 100 nöfn verið birt síðan. 

Í skjöl­un­um er haft eft­ir nafn­laus­um ákær­anda að hún hafi verið þvinguð til að stunda kyn­mök við prins­inn þegar hún var aðeins 17 ára göm­ul, í þrjú mis­mun­andi skipti. Í íbúð Maxwell í London, í New York og á Banda­rísku Jóm­frúareyj­un­um, þar sem um var að ræða orgíu með prins­in­um og öðrum stúlk­um und­ir lögaldri. 

Fékk þrjá 12 ára stúlk­ur í „af­mæl­is­gjöf“

Sú ásök­un er ekki ný af nál­inni og hef­ur prins­inn harðneitað henni frá upp­hafi, þar á meðal í eft­ir­minni­legu einkaviðtali við breska rík­is­út­varpið þar sem prins­inn kvaðst ekki muna eft­ir að hafa hitt Giuf­fre eða að hafa átt í kyn­ferðis­leg­um sam­skipt­um við ólögráða stúlk­ur.

Árið 2022 greiddi hann Giuf­fre óupp­gefið fjár­magn með því skil­yrði að hún hyrfi frá ákæru sinni gegn hon­um um kyn­ferðis­brot. Var þó skýrt tekið fram í sam­komu­lagi þeirra að prins­inn játaði að engu leyti sök með greiðslunni. 

Giuf­fre hef­ur verið leiðandi í mál­un­um gegn Maxwell og Ep­stein, en hún kveðst hafa verið tæld í kyn­lífsþrælk­un af skötu­hjú­un­um aðeins 15 ára göm­ul. Hef­ur Giuf­fre sett fram fjölda átak­an­legra full­yrðinga, þar á meðal að Ep­stein hafi fengið þrjár 12 ára gaml­ar stúlk­ur send­ar til sín í einkaþotu í af­mæl­is­gjöf.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert