Kyrrsetja 170 Boeing 737 flugvélar

Icelanda­ir fylg­ist vel með stöðu mála.
Icelanda­ir fylg­ist vel með stöðu mála. AFP/Charly Triballeau

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að kyrrsetja 170 Boeing 737 Max 9 vélar eftir að flugvél Alaska Airlines af sömu gerð þurfti að nauðlenda í gær í kjölfar þess að gluggi í farþegarýminu gaf sig og stórt gat myndaðist.

Krefst FAA „tafarlausrar skoðunar“ á vélunum áður en þær fara aftur í flug, segir í yfirlýsingu FAA.

Ætti skoðun á hverri flugvél að taka á bilinu fjórar til átta klukkustundir.

Í tísti Alaska Airlines segir að búið sé að skoða ríflega fjórðung Boeing 737 Max 9 flota flugfélagsins og að ekkert óeðlilegt hafi komið í ljós.

Verða flugvélarnar aftur teknar í notkun þegar skoðun er lokið.

Fjórar vélar af sömu gerð

Icelanda­ir rek­ur fjór­ar flug­vél­ar af sömu gerð. Vél­arn­ar eru Kirkju­fell, Lang­jök­ull, Hvítserk­ur og Baula.

Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði við mbl.is fyrr í dag að félagið væri að afla sér upplýsinga og fylgdist vel með málinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert