Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ákveðið að kyrrsetja 170 Boeing 737 Max 9 vélar eftir að flugvél Alaska Airlines af sömu gerð þurfti að nauðlenda í gær í kjölfar þess að gluggi í farþegarýminu gaf sig og stórt gat myndaðist.
Krefst FAA „tafarlausrar skoðunar“ á vélunum áður en þær fara aftur í flug, segir í yfirlýsingu FAA.
Ætti skoðun á hverri flugvél að taka á bilinu fjórar til átta klukkustundir.
The FAA is requiring immediate inspections of certain Boeing 737 MAX 9 planes before they can return to flight.
— The FAA ✈️ (@FAANews) January 6, 2024
Safety will continue to drive our decision-making as we assist the @NTSB’s investigation into Alaska Airlines Flight 1282. - @FAA_Mike pic.twitter.com/YsuQimg2pq
Í tísti Alaska Airlines segir að búið sé að skoða ríflega fjórðung Boeing 737 Max 9 flota flugfélagsins og að ekkert óeðlilegt hafi komið í ljós.
Verða flugvélarnar aftur teknar í notkun þegar skoðun er lokið.
As of this morning, inspections on more than a quarter of our 737-9 fleet are complete with no concerning findings. Aircraft will return to service as their inspections are completed with our full confidence.
— Alaska Airlines (@AlaskaAir) January 6, 2024
Icelandair rekur fjórar flugvélar af sömu gerð. Vélarnar eru Kirkjufell, Langjökull, Hvítserkur og Baula.
Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði við mbl.is fyrr í dag að félagið væri að afla sér upplýsinga og fylgdist vel með málinu.