Myndskeið: Dynkur heyrðist og súrefnisgrímur féllu niður

Vélin nauðlenti skömmu eftir að neyðarástand skapaðist.
Vélin nauðlenti skömmu eftir að neyðarástand skapaðist. AFP

Farþegar Boeing 737 Max 9 vél­ar Alaska Air­lines heyrðu dynk áður en súr­efn­is­grím­ur féllu niður í flugi þeirra á leið til Kali­forn­íu.

Þá hafði mynd­ast stórt gat á vél­inni, sem einn farþegi taldi á stærð við ís­skáp, og blés vind­ur á farþega sem sátu gat­inu næst. Tvenn­um sög­um fer af því hvort farþegar hafi setið í sætaröð við gatið.

Peys­an sog­ast út um glugg­ann

Farþegar lýsa hörmu­legri reynslu í sam­tali við frétta­stofu BBC.

„Ég heyrði að strák­ur hefði setið í röðinni við gatið og að peys­an hans hefði sog­ast út um glugg­ann. Móðir hans hélt fast í hann til þess að hann færi ekki með,“ seg­ir Evan Smith, einn þeirra 171 farþega sem voru um borð í vél­inni. Farþeg­inn Diego Murillo sagði að gatið hefði verið um það bil á breidd við ís­skáp.

El­iza­beth Lee, sem var einnig um borð í vél­inni sagði: „Það vantaði hluta af vél­inni og blés vind­ur inn í vél­ina með mikl­um lát­um. En all­ir héldu ró sinni og voru í sæt­um sín­um með belti.“

Þá sagði farþeg­inn Jessica Montoia ferðin hafi verið „frá hel­víti“ og að maður hefði misst sím­ann sinn út um gatið í lát­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert