Árásarmenn réðust inn í beina útsendingu

Vopnaðir árásarmenn réðust inn í upptökuverið.
Vopnaðir árásarmenn réðust inn í upptökuverið. Skjáskot/X

Vopnaðir árásarmenn réðust inn í upptökuver sjónvarpsstöðvar í borginni Guayaquil í Ekvador í dag á meðan bein útsending var í gangi. 

Mennirnir voru vopnaðir skotvopnum og huldu andlit sín. Tóku þeir nokkra fréttamenn og starfsfólk sjónvarpsstöðvarinnar í gíslingu að því er sjá má á myndbandsupptöku af atvikinu sem hefur verið birt á X. 

Lögreglan komin á vettvang

„Gerið það, ekki skjóta,“ heyrist í konu hrópa þegar mennirnir ráðast inn í upptökuverið. Neyddu þeir viðstadda til þess að leggjast á gólfið með hótunum en auk árásarriffla voru þeir með handsprengjur.

Lögreglan í Guayaquil var fljótlega kölluð til og er þegar komin á vettvang. Lögreglan í Quito aðstoðar einnig við aðgerðina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert