Innanlandsátök í Ekvador og hervaldi beitt

Forseti Ekvador hefur ákveðið að beita herlögum til að ná …
Forseti Ekvador hefur ákveðið að beita herlögum til að ná tökum á glæpahópum í landinu. AFP

Daniel Noboa forseti Ekvador hefur tilkynnt að innanlandsátök geisi nú í landinu, í framhaldi af árás vopnaðra manna í sjónvarpsveri meðan bein útsending stóð yfir.

Hefur hann nú skipað hernum að beita sér gegn glæpahópum sem m.a. stunda skipulagða glæpastarfsemi á borð við eiturlyfjasölu í landinu en umfang þeirra er talsvert.

„Ég hef undirritað tilskipun sem kveður á um að vopnuð innanlandsátök ríki í landinu. Ég hef skipað hersveitum að beita valdi sínu gegn þessum hópum,“ skrifar hann á samfélagsmiðla. Glæpagengin höfðu lýst yfir stríði gegn öryggissveitum og almennum borgurum landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert